Tilslakanir á sóttvarnarráðstöfunum

13.05.2021 11:21

Nú hafa flestir íbúar og starfsmenn Sóltúns verið fullbólusettir fyrir Covid-19 og farið hefur verið af Neyðarstigi yfir á Hættustig. Í samræmi við leiðbeiningar Samráðshóps hjúkrunarheimila í heimsfaraldri og Almannavarna mun heimilið slaka á sóttvarnarráðstöfunum í starfseminni.

Helstu breytingar

Sóltún er opið fyrir heimsóknum milli kl. 13-19, fleiri en tveir mega koma daglega. 
Börnum undir 18 ára er nú heimilt að koma aftur í heimsóknir.

Við minnum jafnframt á eftirfarandi:

  • Munið grímuskyldu, hafið grímu meðferðis, þó ekki taugrímu.
  • Allir gestir þvo hendur sínar áður en lagt er af stað og spritta í inngangi við komu og á leiðinni út.
  • Heimsóknargestur fer rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni.  Hringið bjöllu í herbergi ef íbúi er ekki í herbergi og látið ná í íbúa.  Samvera í setustofum eða öðrum sameignarrýmum óheimil. Forðist beina snertingu við íbúa eins og hægt er (á ekki við hjón og sambúðarfólk) og munið 2ja metra nándarmörk.
  • Forðist snertingu við starfsfólk og virðið 2ja metra regluna.
  • Ef þarf að ná tali af starfsfólki, hringið frekar, ekki stoppa og spjalla við starfsfólk.
  • Heimilt er að fara með íbúa í göngutúr, fara með íbúa í bíltúr eða heimsókn til vina og ættingja eða sinna erindum.   
  • Gestir og aðrir sem umgangast íbúa eru minntir á að fylgja sóttvarnarreglum Almannavarna í hvívetna.
  • Allir heimsóknargestir uppfæri smitrakningarappið í símanum sínum.

Vinsamlega EKKI koma í heimsókn:


ef þú ert í einangrun eða sóttkví, eða ekki liðnir 14 dagar frá útskrift vegna Covid smits
ef þú ert að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
ef þú ert með flensueinkenni (kvef, hósta, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl).
ef þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Reglurnar taka gildi frá og með fimmtudeginum 13. maí 2021 og verða endurskoðaðar eftir atvikum.

Sýkingavarnarnefnd Sóltúns.

 

til baka