Heimsóknir aðstandenda takmarkaðar við 18 ára og eldri

25.03.2021 11:51

Vegna aukinna smita í samfélaginu og hertra sóttvarnarreglna Almannavarna hefur Sýkingavarnarnefnd Sóltúns ákveðið að takmarka heimsóknir aðstandenda við einstaklinga 18 ára og eldri. Breska afbrigðið, sem er að dreifast um þessar mundir, hefur sýnt sig að vera meira smitandi á meðal barna og Samráðshópur hjúkrunarheimila í heimsfaraldri hefur ráðlagt heimilum að á meðan þessi bylgja gengur yfir, að gera þessar ráðstafanir. Vinsamlegast skiljið börnin eftir heima. Einnig biðlum við til aðstandenda að draga úr því að taka íbúa heim, það er áfram heimilt en í samræmi við tilmæli Almannavarna eru allir beðnir um að lágmarka samskipti og samkomur í samfélaginu. Aðrar heimsóknarreglur gilda áfram, þ.e. mest tveir gestir daglega, heimsóknartíminn er milli kl. 13-19, sprittið hendur áður en þið komið inn, farið beint inn og út úr herbergjum, óheimilt er að staldra í sameiginlegum rýmum og notið einnota grímur. Nýjar reglur hafa tekið gildi í dag, 25. mars 2021.

til baka