Eflið eigin sóttvarnir þar sem samfélagsmit er orðið á ný

22.03.2021 14:22

Þar sem samfélagssmit eru á ný komin upp á höfuðborgarsvæðinu vil ég biðja ættingja að gæta vel að eigin heilsu, ef minnstu einkenna er vart þá ber að panta sýnatöku. Ekki koma í heimsókn ef einkenni eru til staðar. Gæta þarf vel að persónulegum sóttvörnum, einnig þó svo fólk sé búið að fá bólusetningar. Munum að dæmi eru um að bylgjur hafa blossað upp af einungis einu smiti.

til baka