Trúnaðarbrot

19.03.2021 15:19

Trúnaðarbrot hefur átt sér stað varðandi takmarkaðar upplýsingar úr sjúkraskrá í Sóltúni. Um afmarkað tilvik er að ræða sem varðar einn íbúa og einn starfsmann hjúkrunarheimilisins. Málið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og Embættis Landlæknis sem hefur eftirlit með heilbrigðisstarfsfólki. Í vinnslu er kæra til lögreglu. Hlutaðeigandi hafa verið upplýstir um málið. Sóltún harmar atvikið sem hefur reynst þungbært og mun ekki tjá sig um málið á meðan það er til rannsóknar hjá þar til bærum aðilum.

til baka