Tilslakanir á hættustigi

03.03.2021 17:42

Þar til bólusetningu starfsmanna Sóltúns er að fullu lokið er mælst til þess að heimsóknargestir séu eingöngu í heimsókn inni á herbergjum íbúa, en ekki í setustofum eða borðstofum eininga/deilda. Á Sóltúni hjúkrunarheimili eru reglur á hættustigi eftirfarandi: 1. Mælst er til þess að heimsóknartími sé að öllu jöfnu milli kl. 13-19 daglega. Starfsmenn, íbúar og heimsóknargesti eru hvattir til að gæta ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. 2. Að öllu jöfnu mæti aðeins tveir gestir (fullorðnir) í heimsókn til íbúa á hverjum tíma . Börn eru ekki þar með talin. Þau eru ábyrgð fullorðinna gesta og eiga ekki að dvelja á almenningssvæðum. Yfirmaður getur veitt undanþágu ef: a. íbúi er á lífslokameðferð b. íbúi veikist skyndilega c. um er að ræða neyðartilfelli d. hann metur það svo að nauðsynlegt sé að rjúfa þessa reglu. 3. Gestir þvo hendur með sápu og spritta áður en gengið er inn á heimili og einnig við brottför. 4. Gestir bera grímu á leið sinni innnandyra að vistarveru ættingja. 5. Gestir mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum heimilis. 6. Gestir eiga forðast beina snertingu við íbúa eins og hægt er (á ekki við um hjón eða sambúðarfólk). MUNIÐ 2ja metra nándarmörk! 7. Hjúkrunarheimilið er opið á auglýstum tíma fyrir gesti og áríðandi er að þeir fari rakleiðis að herbergi íbúa og aftur að útidyrum að heimsókn lokinni. Almenningssvæði eru lokuð heimsóknargestum s.s. samkomusalur. Sem dæmi má nefna að heimsókn getur falist í að íbúi fari út í garð og hitti sinn aðstandanda þar. 8. Gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir: a. eru í sóttkví. b. eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku) c. hafa dvalið erlendis og ekki eru liðnir 14 dagar frá heimkomu d. hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift e. eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang). Íbúi getur farið út af heimilinu til að sinna almennum erindum og heimsóknum . Gæta þarf ítrustu árvekni og hafa sóttvarnaráðstafanir í heiðri. Þegar íbúi kemur tilbaka í Sóltún er mikilvægt að ættingjar aðstoði viðkomandi við að þvo og/eða spritta hendur. Mælst er til þess að íbúar fari ekki á hópfagnaði, þar sem fleiri en 50 koma saman og einnig að ekki séu haldnar samkomur innan heimilis þar sem fleiri en 50 koma saman í rými. Grímuskyldu framlínustarfsmanna við umönnun á hjúkrunarheimilum er almennt aflétt inni á vistarverum íbúa þar sem bólusetningu íbúa er lokið og starfsmenn hafa hlotið fyrri bólusetningarskammt. Undantekningin er sú að starfsmenn verða að setja upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk við gesti eða íbúa sem ekki hafa fengið bólusetningu. Gæta skal ítrustu varúðar og ef minnsti grunur vaknar um smit hjá íbúa, gesti eða starfsmanni skulu grímur umsvifalaust settar upp. Sýkingavarnarnefnd Sóltúns

til baka