Frekari tilslakanir vegna heimsókna
25.11.2020 15:43Þar sem smitum fer fækkandi þá verða frekari tilslakanir vegna heimsókna. Nú verða leyfðar 2 heimsóknir á viku til hvers íbúa, best er að það sé sami heimsóknargesturinn (náinn ættingi sem heldur sig að mestu í sjálfskipaðri sóttkví milli heimsókna). Munið að það er maskaskylda, þvo þarf hendur og spritta, halda 2ja metra fjarlægð, fara beint inn til íbúa og beint út þegar heimsókn lýkur. Ekki dvelja á almenningssvæðum og ef ræða þarf við starfsmenn, nota þá símann. Alls ekki koma ef þú ert með veikindaeinkenni, eða hefur verið útsettur fyrir smit, ert í sóttkví eða nýkomin til landsins og ert ekki búin að hafa í tvær skimanir. Möguleiki er að fara saman út í garð ef veður leyfir, en halda fjarlægð ef þið mætið einhverjum. Möguleiki er að fara í bíltúr með einum heimsóknargesti. Þá þarf að spritta snertifleti í bílnum, vera með maska og ekki fara á mannamót eða í verslun eða þess háttar. Gangi okkur öllum vel, verum traustsins verð.
25.11.2020-auglýsing-heimsóknir-hjúkrunarheimili-lok(4).pdf
til baka