Sérstök COVID einangrunardeild fyrir íbúa hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu

05.11.2020 09:33

Samið hefur verið við Sjúkratrygginar Íslands um rekstur sérstakrar COVID einangrunardeildar fyrir íbúa hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu. Hún verður rekin á Eir hjúkrunarheimili og er samstarfsverkefni hjúkrunarheimila innan Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni. Ef íbúi hjúkrunarheimilis smitast af COVID er möguleiki á að flytja hann í einangrun og í sérhæfða meðferð á deildina. Þannig fæst sérhæfð þjónusta við góðar aðstæður og smit dreifist síður út.

til baka