Minningarsjóður Sóltúns gefur rólu í garðinn

Við fengum uppsetta 3ja sæta/manna rólu í Sóltúnsgarðinn í sumar. Hún var keypt fyrir peninga sem safnast höfðu í Minningasjóð Sóltúns og sáu söluaðilar um uppsetningu hennar. Rólunni var valin staður á skjólsælum stað við gróðurskálann, þar sem oft eru haldnir viðburðir á hlýjum björtum dögum. Gúmmímotta var sett undir til að auka stöðugleika notenda og til draga úr jarðvegseyðingu. Rólan var oft nýtt í sumar af íbúum og samfylgdarfólki þeirra sem áttu leið um og töluðu menn um róandi áhrif hennar. Sumir tóku upp gamla rólutakta og spyrntu fótum fram til að fá meiri kraft í “swingið”. Fyrir kom að í rólunni sátu 3 ættliðir saman. Ekkert er því til fyrirstöðu að nýta róluna á fögrum vetrardegi undir hlýju teppi. Kærar þakkir fyrir hlýhuginn til starfseminna.
til baka