Heimsóknarbann er á NEYÐARSTIGI
05.10.2020 09:54Lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna á öllu landinu í samráði við sóttvarnalækni vegna sýkinga af völdum COVID-19. Neyðarstig tók gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. október samhliða hertum samkomutakmörkunum. Mikil fjölgun smita undanfarna daga auka líkur á veldisvexti. Frá 15. september til 4. október hafa um 630 einstaklingar greinst með COVID-19 innanlands. Jafnframt hefur daglegur fjöldi nýgreindra verið um 30-40 og hlutfall þeirra sem er í sóttkví veriðum 50%. Fjöldi þeirra sem veikst hefur alvarlega hefur aukist og hafa um 20 einstaklingar þurft á sjúkrahúsinnlögn að halda. Í dag eru þrettán á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu og tveir á öndunarvél. Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga, að huga vel að sóttvörnum og forðast mannamót að óþörfu. Mjög áríðandi er að fólk fylgi leiðbeiningum um einstaklingsbundnar smitvarnir, virði sóttkví og fylgi gildandi takmörkunum á samkomum. Sóltún hefur sett á heimsóknarbann í samræmi við viðbragsáætlun.