Heimsóknir takmarkast við eina á dag

07.08.2020 12:09

Sæl, vegna aukningu á samfélagssmitum í samfélaginu þá eru heimsóknir takmarkaðar við eina heimsókn á dag og óskað er eftir því að sá sem kemur sé í sjálfskipaðri sóttkví heima hjá sér milli heimsókna og noti ekki almenningssamgöngur til að komast til og frá Sóltúni. Þetta er afar mikilvægt á þessu stigi að fólk fari eftir þessum leiðbeiningum. Gestur er beðinn um að skrá heimsókn sína á blað sem er í anddyrinu og skila í rauða póstkassann í innra anddyri þegar hann fer. Ath.gestir geta ekki komið oftar en einu sinni á dag. Við erum öll almannavarnir og svona takmarkanir eru ekki settar á nema það sé talið afar nauðsynlegt. Anna Birna Jensdóttir

til baka