TAKMARKANIR Á HEIMSÓKNUM VEGNA COVID 19- BREYTINGAR 30.JÚLÍ 2020

30.07.2020 12:49

Kæru íbúar, starfsmenn og aðstandendur. Í ljósi breyttra aðstæðna í samfélaginu sl. daga þá hefur verið ákveðið að takmarka heimsóknir til íbúa Sóltúns til að tryggja sem best öryggi þeirra. 1-2 gestir mega heimsækja hvern íbúa í daglega. Gestir verða að fara beina leið inn á herbergi íbúa og er ekki heimilt að nýta önnur samverurými á meðan á takmörkunum stendur. Sé viðkomandi íbúi ekki inni í herbergi þarf að biðja starfsmenn um að sækja hann. Gestir eru vinsamlega beðnir að gera það ekki sjálfir. 2 metra reglan er nú skylda og forðast skal snertingu við íbúa. Við minnum á mikilvægi handspritts og almenns hreinlætis. Spritt er við inngang í húsið og á öllum sambýlum og herbergjum. Aðstandendur sem eru í einangrun eða sóttkví, bíða eftir niðurstöðum úr sýnatöku, hafa einkenni flensu eða hafa verið erlendis mega ALLS EKKI koma í heimsókn á Sóltún. Reglurnar hafa þegar tekið gildi og verða endurskoðaðar eftir þörfum. Hjúkrunarstjórn Sóltúns

til baka