Garðpartý Sóltúns
30.06.2020 10:00Í gær hélt Sóltún garðpartý fyrir íbúa og starfsfólk. Veðrið lék við okkur og nutu allir þess að sitja úti í veðurblíðunni og njóta ljúfra veitinga á meðan hlýtt var á Birgi Kristjánsson spila á harmonikuna.Yndislegur dagur að baki og vonumst við til að fá fleiri svona daga í sumar.