Heimsóknarbanni aflétt frá 31. maí
29.05.2020 13:21Vel hefur gengið með tilslakanir á heimsóknarbanninu og færi ég íbúum og ættingjum þeirra og starfsfólki kærar þakkir fyrir það. Frá og með sunnudeginum 31. maí verður opið fyrir heimsóknir. Þá þarf ekki lengur að panta tíma. Það eru þó enþá að greinast smit í samfélaginu og því ber að fara með aðgát og viðhalda smitvörnum.
Það er mikilvægt að gæta að 2 metra fjarlægð á leið inn og út úr húsinu og koma við sem fæsta snertifleti. Bíða ef fleiri eru að ganga stiga o.s.frv. og fylgja leiðbeiningunum:
- Notið aðalinngang og opnið með raflykli eða hringið bjöllu á þá hæð sem þið ætlið að fara á.
- Munið að þvo og/eða spritta hendur í upphafi heimsóknar og að henni lokinni.
- Notið fljótandi sápu og bréfþurrkur (ekki handsápu eða handklæði íbúans).
- Ekki þarf að halda 2 metra fjarlægð frá ættingja sínum, en haldið 2 metra fjarlægð frá öðrum íbúum og starfsfólki.
- Til þess að virða rétt þeirra íbúa sem vilja takmarka samskipti við aðra sér til verndar, en jafnframt njóta þess að geta verið frammi í borðstofu eða setustofu á heimili sínu eiga heimsóknargestir eingöngu að vera í heimsókn inn á herbergi íbúa. Ekki er heimilt að nýta setustofur og borðstofur sambýla til heimsókna fyrst um sinn. Þeir sem það kjósa geta farið með ættingja sinn út af sambýli og í samkomusal eða út í garð eða svalir.
- Ef nota þarf WC, notið þá aðstöðu hjá íbúanum.
- Ef þarf aðstoð, hringjið þá bjöllu eftir hjálp.
- Íbúum verður áfram heimilt að fara út í garð og í gönguferðir með sínum nánustu, en einnig er heimilt að fara með íbúa út af heimilinu, bílferðir eða heimsóknir, viðburði eða annað. Forðist þó mannmargar samkomur.
- Ættingjar eru hvattir til að hlaða niður í símana sína smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19
ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:
1) eru í sóttkví
2) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)
3) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
4) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)
5) eru að koma erlendis frá. Það þurfa að líða amk 2 vikur frá því komið er til landsins þar til komið er í heimsókn í Sóltún
ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.
til baka