Frekari tilslakanir á heimsóknarbanni framundan

19.05.2020 16:42

Sæl, takk fyrir þolinmæði og góða samvinnu vegna takmarkana á heimsóknum á COVID 19 tímum. Frá og með 25. maí munu heimsóknir heimilaðar í tvær á hvern íbúa þá vikuna, börn yngri en 14 ára geta þá komið í heimsókn, en einungis einn með hverjum fullorðnum gesti.

 

 • Það er mikilvægt að gæta að 2 metra fjarlægð á leið inn og út úr húsinu. Bíða ef fleiri eru að ganga stiga o.s.frv. og fylgja leiðbeiningunum:

   

 • Munið að þvo og/eða spritta hendur í upphafi heimsóknar og að henni lokinni.

   

 • Notið fljótandi sápu og bréfþurrkur (ekki handsápu eða handklæði íbúans).

   

 • Notið einnota hanska meðan á heimsókn stendur (ekki henda notuðum hönskum á víðavang).

   

 • Komið við sem minnst af snertiflötum í íbúðinni.

   

 • Ekki þarf að halda 2 metra fjarlægð frá ættingja sínum, en haldið 2 metra fjarlægð frá öðrum íbúum og starfsfólki og forðist snertingu.

   

 • Ekki fara fram á gang, nema þegar komið er og farið gegnum hurð á brunastiga.

   

 • Ef nota þarf WC, notið þá aðstöðu hjá íbúanum.

   

 • Ef þarf aðstoð, hringjið þá bjöllu eftir hjálp. Bíðið við gluggann meðan aðstoðað er. Hringjið bjöllu þegar þið farið.

 

ATHUGIÐ að gestir mega ekki koma í heimsókn ef þeir:

1) eru í sóttkví

2) eru í einangrun (einnig meðan beðið er niðurstöðu úr sýnatöku)

3) hafa verið í einangrun vegna COVID-19 smits og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift

4) eru með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.)

5) ef komið er erlendis frá, þurfa að líða amk 2 vikur áður en komið er í heimsókn í Sóltún

 

 

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.

 

Stefnt er að því að vanda heimsóknir eins og frekast er unnt og því er áríðandi að fylgja leiðbeiningum. Frá mánaðarmótum verður heimsóknarbanni aflétt að uppfylltum skilyrðum um liði 1-5, hér að ofan, og ef allt gengur vel.

 

Anna Birna Jensdóttir

til baka