Fréttir frá Sóltúni

07.05.2020 15:02

Það hefur gengið ágætlega að skipuleggja heimsóknir, nánast allir íbúar eru með skipulagða heimsókn þessa fyrstu viku. Það getur verið tilfinningaþrungið að sjá ættingja sinn eftir svona langan tíma og erfitt að fylgja leiðbeiningum. Sárt er hjá þeim sem hefur farið aftur á tímabilinu. ​Þakka má samstilltu átaki starfsfólks og samvinnu þeirra við íbúa og ættingja hvernig til hefur tekist að verjast Covid vágestinum enn sem komið er. Íbúar hafa sýnt æðruleysi og þakklæti og stappað stálið í ættingja sína með því að bera sig vel. Margir íbúar eiga marga nána ættingja og reynir nú á þolinmæði t.d. í systkinahópi að bíða eftir tíma þar sem aðeins er einn gestur í einu á viku. Tilslakanir á heimsóknarbanni verða endurskoðaðar um miðjan mánuð. Um helgina eigum við von á sönghópnum Vocalist í garðinn að syngja og í næstu viku hljóðfæraleikurum úr Symfóníuhljómsveitinni til að halda hljómleika í garðinum. Listamennirnir munu halda 2 metrum á milli og íbúar fylgjast með eftir áhuga sínum frá sínum sambýlum og svölum, gætt verður að aðeins fólk sem er í sama sóttvarnarhólfi sé saman. Ekki er hægt að bæta gestum í garðinn. Veðrið er að batna og fer starfsfólk með íbúa út í garð og svalir eftir því sem áhugi og geta leyfir. Við tökum bráðum út hjólið okkar góða og bjóðum áhugasömum í hjólatúr. Gangi okkur áfram vel í baráttunni. Anna Birna Jensdóttir

til baka