Daglegt líf í Sóltúni
30.04.2020 14:55Góða veðrið hefur leikið við okkur undanfarna daga. Garðurinn hefur verið hreinsaður og garðhúsgögnin komin út. Íbúar sem búa í sama sambýli hafa notið útiveru saman og farið í göngutúra eða setið í sólinni. Enþá er samkomubann innanhúss og því var bingó gegnum farfundabúnað í dag. Vel hefur gengið að skipulaggja heimsóknir sem hefjast í næstu viku. Ættingjar geta pantað heimsókn með því að hringja í 5906003 virka daga eða senda tölvupóst á soltun@soltun.is. Þá fær fólk heimsóknartíma og leiðbeiningar um hvernig bera á sig að. Við stefnum að því að fara varlega og fylgja reglum og leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda við tilslakanir. Kærar þakkir til allra fyrir skilning og samstöðu.
til baka