Daglegt líf á COVID19 tímum
16.04.2020 13:47Sæl, ég vil byrja á að þakka öllum aðstandendum skilning og samvinnu vegna heimsóknarbanns á COVID tímum. Í morgun var fólk í leikfimi, sjúkraþjálfun, settar voru rúllur í hár, þvottur var brotinn saman, hlustað var á framhaldssögu, farið í gönguferðir, verið í iðjuþjálfun og svo mætti lengi telja. Sóttkví er enþá á 3. hæð D og E, ekkert smit hefur greinst og lýkur sóttkví þar á þriðjudag í næstu viku. Hópur starfsmanna er í sóttkví heima og við höfum haft bakverði til að leysa þá af á meðan. Fólk stendur sig vel. Starfshópur á vegum Sóttvarnalæknis og hjúkrunarheimilanna vinnur að leiðbeiningum við tilslakanir á heimsóknarbanni sem reiknað er að verði frá 4. maí. Þær verða kynntar síðasta vetrardag. Það er mikilvægt að standa saman sem áður, að við séum öll almannavarnir hefur gefist vel fram að þessu. Anna Birna Jensdóttir
til baka