Sjúkra- og iðjuþjálfun á COVID tímum
08.04.2020 15:54Hér í Sóltúni höfum við þurft að gera töluverðar ráðstafanir til að tryggja sóttvarnir seinasta mánuðinn. Við höfum þurft að gera breytingar nokkrum sinnum á vinnulagi til að aðlagast aukinni útbreiðslu sjúkdómsins eftir því sem liðið hefur á. Í dag er vinnulag þannig að við höfum skipt húsinu upp í 6 parta. Hvert sambýli í húsinu fær sinn dag í þjálfun (þau tvö sambýli sem eru með fæsta virka íbúa fá einn dag saman). Þann dag fer allt okkar starfsfólk inn á það sambýli og nær hver einasti íbúi fær sjúkraþjálfun þann daginn. Líka þeir sem ekki hafa endilega áður verið í fastri sjúkraþjálfun. Sjúkraþjálfunin fer þá fram þannig að við förum inn á sambýlið með mestallan þann búnað sem er færanlegur og fólk hjólar, gerir styrkjandi og liðkandi æfingar, færniþjálfun, boltaþjálfun, gönguæfingar og allt það sem okkur dettur í hug auk leikja og almenns sprells þann daginn. Þann daginn býðst íbúum líka að fara í útigöngu með fylgd og er það vel nýtt þá daga sem það er möguleiki vegna veðurs. Fyrir utan þann dag sem sjúkraþjálfun er inni á sambýlunum fær hvert sambýli einnig tvo hópþjálfunartíma á viku, sem passað er upp á að dreifa vel yfir vikuna. Þeir sem eru vanir að vera í mikilli þjálfun hjá okkur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig þeir geta sem mest og best þjálfað sig sjálfir með eða án aðstoðar starfsmanna á sambýlunum eftir því sem við á. Núna fyrir páska fengum við einnig aukna mönnun til að passa upp á að ekki myndi líða of langur tími milli þess að íbúar fengju þjálfun vegna frídaga. Það hefur verið almenn og mikil ánægja með þetta fyrirkomulag þjálfunar meðal íbúa og starfsfólks og ýmsar hugmyndir sem hafa komið upp með þessu breytta fyrirkomulagi. Sérstaklega ánægjulegt hefur verið að sjá hvað íbúar sem hafa ekki haft áður löngun til að mæta í sal til þjálfunar hafa svo þegar hún er færð í þeirra sambýli, þeirra heimasvæði, hafa komið og fengist til að gera ýmsar æfingar. Þannig að í raun eru fleiri íbúar í þjálfun núna heldur en í venjulegu árferði sem er fagnaðarefni. Í iðjuþjálfunarsal hefur verið lokað meðan samgöngubann er, en starfsfólk hittir íbúa í dagstofum sambýla þeirra og einstaklinga á herbergjum sínum sem þess óska. • Helstu efnistök félagsstunda: o söngstundir, o upplestur og umfjöllun (framhaldsögur, smásögur, dagblöð, ljóð, gátur, málshættir), o saumaklúbbar og handverk ýmiskonar, o púsl, spil og bingó o Bíóstundir tvo eftirmiðdaga í viku þar sem sýndar eru valdar kvikmyndir, tónleikar náttúrulífsmyndir (snakk gos/safar) auk þess sem sóttar eru myndir-og tónlistarefni gegnum stafræna sjónvarpsmiðla. Oft er glatt á hjalla á þessum stundum og íbúar tjá þakklæti sitt og ánægju með samveruna. Með hækkandi sól má nýta útiveru meira, garðskála göngu- og hjólaferða.
til baka