Tvö sambýli sett í sóttkví
07.04.2020 15:41Starfsmaður Sóltúns hefur greinst með kórónuveirusmit í slembiúrtaki. Starfsmenn smitrakningardeildar Almannavarna létu vita af þessu í dag. Unnið er að smitrakningu. Tvö sambýli á þriðju hæð D og E hafa verið sett í sóttkví næstu tvær vikur í forvarnarskyni og hefur aðstandendum íbúa þar verið gert viðvart. Þá hafa alls þrír starfsmenn Sóltúns greinst með smit frá upphafi faraldurs, en enginn íbúi. Sýkingavarnanefnd Sóltúns
til baka