Samtal eða sálgæsla fyrir aðstandendur íbúa Sóltúns
03.04.2020 11:38Á þessum fordæmalausu tímum þegar allar heimsóknir eru bannaðar til íbúa Sóltúns vegna COVID-19, upplifa margir aðstandendur erfiða tíma, einmannaleika og kvíða. Til að koma til móts við aðstandendur bjóðum við uppá samtal við djákna. Markmiðið er að liðsinna þeim sem glíma við vanlíðan eða söknuð ástvina sem þau geta ekki hitt vegna heimsóknarbannsins. Hægt er að senda póst á elisabetg@soltun.is, hringja í síma 824-9007, skilja eftir skilaboð í síma 590-6000, eins má koma skilaboðum til sambýlanna. Djákni verður í sambandi við fyrsta tækifæri. Endilega nýtið ykkur þessa þjónustu. Saman stöndum við í gegnum þessa erfiðu tíma.
til baka