Bakvarðarsveit Sóltúns

02.04.2020 09:12

Stofnuð hefur verið bakvarðasveit Sóltúns vegna Covid 19 faraldursins. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, félagsliðum og almennum starfsmönnum vönum aðhlynningu, eldhússtörfum og ræstingu til að skrá sig á útkallslista bakvarða komi til tímabundið aukinnar mönnunarþarfar á meðan faraldurinn gengur yfir. Við yrðum því afar þakklát ef einhverjir fyrrum starfsmanna Sóltúns og aðrir áhugasamir sem gætu lagt okkur lið myndu skrá sig með því að senda tölvupóst á Önnu Guðbjörgu Gunnarsdóttur, mannauðsstjóra á annagg@soltun.is eða í síma 590-6211. Tímabil starfa og fjöldi vakta er samkomulag. Laun og réttindi taka mið af kjarasamningum viðeigandi stéttarfélags og SFV. Með hlýhug og kæru þakklæti frá okkur öllum í Sóltúni

til baka