Bleikur dagur/vika á Sóltúni

11.10.2019 08:00

Föstudagurinn 11.október var bleikur á Sóltúni eins og víða annars staðar á landinu. Reyndar hafði bleikur ljómi legið yfir heimilinu alla vikuna á undan þar sem starfsfólk og íbúar skreyttu sitt umhverfi. Svo á föstudeginum mættu langflestir starfsmenn í einhverju bleiku og boðið var upp á bleikt bakkelsi með kaffinu. Skapaði þetta skemmtilega og hlýja stemmingu á heimilinu.

 

til baka