Kvennahlaup Sóltúns 2019

12.06.2019 11:00

Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í þrítugasta skiptið laugardaginn 15. júní og því hélt Sóltún sitt árlega kvennahlaup miðvikudaginn 12.júní. Þetta var í sautjánda skiptið sem kvennahlaupið fór fram í Sóltúni og lék veðrið við íbúa, aðstandendur og starfsmenn. Í rjómablíðu var gengið hringinn í kringum húsið og af því loknu var haldið í garðinn okkar. Heiða, starfsmaður á 1.hæð, spilaði á gítar og voru sungið á garðinum á meðan þátttakendur gæddu sér á sumarhressingu.  Það var mjög góð mæting í ár og almenn ánægja með daginn, enda varla annað hægt á svona sólardegi.

til baka

Myndir með frétt