Breytingar í stjórnendahópi á Sóltúni og Sólvangi
.jpg?proc=Mynd+%c3%a1+undirs%c3%ad%c3%b0u)
Sóltún öldrunarþjónusta ehf sem hefur rekið heimaþjónustufyrirtækið Sóltún Heima tók við rekstri Sólvangs í Hafnarfirði af ríkinu 1. apríl sl. Halla Thoroddsen er nýr framkvæmdastjóri Sólvangs, ásamt því að stýra Sóltúni Heima, og Ingibjörg Eyþórsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar. Fráfarandi framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi, Hildur Björk Sigurðardóttir, mun taka við starfi hjúkrunarstjóra á 1. hæð á Sóltúni. Auk þess verður hún þjónustustjóri Sóltúns. Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir sem hefur sinnt því starfi mun taka við starfi hjúkrunarstjóra á 4. hæð á Sólvangi. Breytingarnar taka gildi 2. maí næstkomandi. „Þessar breytingar munu styrkja bæði Sóltún og Sólvang og stuðla að virku samstarfi milli þessa tveggja heimila“, segir Anna Birna Jensdóttir sem er framkvæmdastjóri Öldungs hf og framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sóltúni hjúkrunarheimili og stjórnarmaður í Sóltúni öldrunarþjónustu sem rekur Sólvang.
til baka