Frábær haustfagnaður

18.10.2018 10:14

Íbúar, ættingjar þeirra og starfsfólk fögnuðu haustinu í gær með glæsilegum kvöldverði að hætti Sóltúnseldhússins. Borið var fram steikt lambafille með kartöfluturni, haustgrænmeti og villibráðasósu. Í eftirrétt var karamellufrauð. Eftir kvöldverðinn voru tónleikar á Kaffi Sól. Tríóið skipuðu Björn Thoroddssen á gítar, Jón Rafnsson á bassa og Gunnar Þórðarson söng og spilaði á gítar. Frábær veisla sem nærði sál og maga og fólk naut þess að vera saman.

til baka

Myndir með frétt