Vel heppnuð góugleði

16.03.2018 22:54

André Bachmann sló í gegn á góugleði Sóltúns. Að loknum hátíðarkvöldverði þar sem 170 manns gæddu sér á yndislega meyrum steiktum lambakótilettum í raspi að hætti Sóltúnseldhússins með öllu tilheyrandi mætti fólk í sal þar sem André og félagar tóku á móti með söngveislu. Kristinn Hraunfjörð hafði milligöngu um komu André sem heillaði alla og bætti um betur og hafði með sér leynigesti. Fyrsti leynigestur var Geir Ólafs sem hreyfði við fólki með frægum slögurum og bauð uppá óskalög úr sal. Þar á eftir kom Eyþór Arnalds og flutti lagið ,,Ó borg mín borg" við góðar undirtektir. Fluttur var bragur eftir Kristinn Hraunfjörð þar sem starfsfólk Soltúns kom við sögu. André og félagar sungu og spiluðu síðan fram eftir kvöldi. Sóltún færir öllum sem komu að yndislegu kvöldskemmtun kærar þakkir fyrir.

til baka

Myndir með frétt