Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir nýr hjúkrunarstjóri á 1. hæð

09.03.2018 15:09

Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunarstjóri á 1. hæð Sóltúns. Hún mun jafnframt vera þjónustustjóri hjúkrunarheimilisins. Hún hóf störf 1. febrúar. Umsækjendur um starfið voru 7. Helga Sæunn útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í (Master of Science in Nursing & Nurse Practitioner) frá UNC at Chapel Hill, í Bandaríkjunum 1998, og er með sérfræðiréttindi frá Embætti landlæknis í heilsugæsluhjúkrun frá 2011. Helga Sæunn hefur jafnframt góða starfsreynslu við bæði klínísk störf og stjórnunarstörf í heilbrigðisþjónustu. Helga Sæunn tekur við starfinu af Önnu Guðbjörgu Gunnarsdóttur. Anna Guðbjörg mun starfa áfram við mannauðsmál og ýmis sérverkefni fyrir Sóltún. Við bjóðum Helgu Sæunni velkomna í hópinn og óskum henni og Önnu Guðbjörgu velfarnaðar í nýjum hlutverkum.

til baka