Dansiball í Sóltúni föstydaginn 9. febrúar

09.02.2018 11:00

Danssýning og dansiball Danssýning og dansiball var haldið í Sóltúni föstudaginn 9. febrúar og tókst mjög vel. Danshópurinn Neisti sýndi línudans undir góðri tónlist s.s. kántrýtónlist, tangó og vals. Danshópurinn Neisti er áhugamannahópur dansara á besta aldri sem sýnir dans og dansar með eldri borgurum við ýmis tilefni. Dansararnir stóðu sig frábærlega og færðu okkur mikla gleði. Eftir danssýninguna var svo slegið upp balli og stiginn dans við gamalkunn íslensk dægurlög. Íbúar fjölmenntu á sýninguna og dansgólfið var þéttskipað og allir nutu tónlistarinnar og dansgleðinnar. Gleðin endaði svo á kótilettuveislu í föstudagshádeginu. Danshópurinn Neisti naut þess að fá að koma í heimsókn í Sóltún og stefnir á að koma aftur í Sóltún í vor og færa okkur meiri dans og gleði.

til baka

Myndir með frétt