Afar gagnlegir húsfundir og íbúaþing 2018

31.01.2018 20:22

Haldnir voru húsfundir með íbúum þann 29. janúar. Fyrirkomulagið var að stjórnendur málaflokka fóru á milli 6 staða í húsinu þar sem íbúar, ættingjar og starfsfólk kom saman frá tveimur sambýlum á hvern fund. Rædd voru þau málefni sem efst voru á baugi hjá íbúum varðandi heimilishaldið og þjónustuna. Fundagerðir voru skráðar og stjórnendur settu strax í gang aðgerðir er vörðuðu einstaka íbúa og skráðu niður það sem varðar hópa og staði. Á íbúaþingi þann 31. janúar sem haldinn var í samkomusal og sjónvarpað í öll viðtæki um húsið, fór Anna Birna Jensdóttir framkvæmdastjóri yfir starfsemi Sóltúns í máii og myndum. Kynnti hún helstu niðustöður frá 2017 um starfsemina, niðurstöðu gæðavísa, rekstrartölur, mannauðsmál, gæði og ferla. Umræður urðu á eftir um m.a. væntingar um þjónustu. Anna Birna dró hún saman helstu niðurstöðu húsfunda og kom með svör eftir því sem að þau voru tilbúin. Íbúa- og vinaráðið var kynnt og óskað eftir 1-2 til viðbótar til að gefa kost á sér frá 1 og 2 hæð. Anna Birna hvatti fólk til að svara viðhorfskönnuninni sem er í gangi. Niðurstöður af fundunum og könnunum eru notaðar til að greina það sem vel er gert og það sem má bæta. Ákveðið var að nota framlög í Minningar-og styrktarsjóð 2018 til að kaupa fleiri snjall/tölvusjónvörp í setustofur Sóltúns, en þau hafa gert mikla lukka þar sem þau eru komin. Það eru 12 setustofur í Sóltúni. Boðið var uppá fyrirmyndarköku í kaffinu eftir þingið í tilefni að Sóltún er í hópi 2,2% fyrirtækja á Íslandi sem er ,,Fyrirmyndarfyrirtæki 2017".

til baka