Sóltún ,,Fyrirmyndarfyrirtæki 2017"

25.01.2018 20:19

Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlega greiningu sem sýnir rekstur hvaða íslensku fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Að þessu sinni komust 2,2% fyrirtæki á listann af þeim rúmlega 38.500 sem skráð eru í hlutafélagaskrá. Öldungur hf., sem rekur Sóltún hjúkrunarheimili er eitt þeirra og erum við stolt af því og hvað hugmyndafræði, gildi og liðsheild getur stuðlað að. Árum saman hafa niðurstöður gæðavísa í þjónustu, mannauð og gæðaferlum sýnt afburða niðurstöður og því sérlega ánægjulegt að síðustu 3 ár höfum við ná mjög góðum árangri í fjármálavíddinni. Creditinfo stóð fyrir hátíð í Elborgarsal Hörpu 24. janúar að þessu tilefni. Til hamingju Sóltún.

 

Hér sjást þær kröfur sem félög þurfa að uppfylla til að vera fyrirmyndar fyrirtæki.

til baka