Vínartónleikar

08.01.2018 10:05

Síðastliðinn fimmtudag 4. janúar bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands eldri borgurum á opna æfingu fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu. Auk hljómsveitar komu fram söngvararnir Valgerður Guðnadóttir og Kolbeinn Ketilsson. Hljómsveitarstjóri var Karen Kamensek. Meðan hljómsveitin lék ljúfa tónlist dönsuðu listdansarar létt um svæðið . Eldborgarsalur var þéttskipaður áheyrendum. Við fórum 9 saman frá Sóltúni, 6 íbúar þar af tveir sem notuðu hjólastóla og 3 starfsmenn. Við þökkum Sinfóníuhljómsveit Ísland kærlega fyrir að gefa okkur þetta tækifæri.

til baka