Glæsilegur haustfagnaður

22.10.2017 10:55

Um 2oo manns voru í hátíðarkvöldverði á haustfagnaði Sóltún 19. október síðastliðinn. Sóltúnseldhúsið bauð uppá humarsnittur haustsins í forrétt, kryddmarinerað lambafille með hasselbac kartöflum, blanceruðu litríku grænmeti og villibráðasveppasósu. Í eftirrétt voru litlar heimabakaðar marenstertur með frómas og berjum. Nemendur í matartæknanámi við Menntaskólann í Kópavogi tóku þátt í matseld og framreiðslu undir umsjón kennara síns. Þá tók við söngskemmtun í samkomusal þar sem Magnea Tómasdóttir söngkona söng við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur píanóleikara.

til baka

Myndir með frétt