Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarstjóri hjá Sóltún Heima

Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur hóf störf sem hjúkrunarstjóri hjá Sóltúni Heima 3. október síðastliðinn. Inga Lára útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ 2009 og M.Sc. í heilsuhagfræði við HÍ 2015. Hún hefur starfað á Landspítalanum á ýmsum deildum en áður en hún kom til liðs við Sóltún Heima starfaði hún sem teymisstjóri í heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2014. Inga Lára mun bera ábyrgð á heimahjúkrun og heimaþjónustu við skjólstæðinga Sóltúns Heima í þjónustuíbúðunum hinum megin við götuna og á höfuðborgarsvæðinu. Inga Lára og Sóltún Heima er staðsett á 2. hæð í Sóltúni hjúkrunarheimili. Netfang hennar er ingalara@soltunheima.is og sími 563 1414.
til baka