Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarstjóri hjá Sóltún Heima

09.10.2017 15:40

Inga Lára Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur hóf störf sem hjúkrunarstjóri hjá Sóltúni Heima 3. október síðastliðinn. Inga Lára útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ 2009 og M.Sc. í heilsuhagfræði við HÍ 2015. Hún hefur starfað á Landspítalanum á ýmsum deildum en áður en hún kom til liðs við Sóltún Heima starfaði hún sem teymisstjóri í heimahjúkrun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2014. Inga Lára mun bera ábyrgð á heimahjúkrun og heimaþjónustu við skjólstæðinga Sóltúns Heima í þjónustuíbúðunum hinum megin við götuna og á höfuðborgarsvæðinu. Inga Lára og Sóltún Heima er staðsett á 2. hæð í Sóltúni hjúkrunarheimili. Netfang hennar er ingalara@soltunheima.is og sími 563 1414.

til baka