Skemmtilegt kvennahlaup

09.06.2017 09:56

Þann 8.júní síðastliðinn var haldið Kvennahlaup hér í Sóltúni. Þetta er 27.árið sem Kvennahlaup er haldið á vegum ÍSÍ og Sjóvá en þetta er jafnframt í 16. sinn sem hlaupið er haldið hér í Sóltúni. Virkilega góð þátttaka var í hlaupinu í ár. Metfjöldi bola seldist auk þess sem aðrir íbúar hússins og starfsmenn tóku virkan þátt, jafnt karlar sem konur, alls í kringum 100 manns og var það virkilega skemmtilegt. Hlaupið/gengið var hringinn í kringum lóð Sóltúns sem skartaði sínu fínasta í sólinni. Eftir hlaup var sest í suðurhluta garðsins, þorstanum svalað með gosdrykk og fjöldasöngur sunginn. Spakmæltur heimilismaður á Sóltúni henti þá í vísu sem hljóðar svo: ,,Þetta er bara skondið skaup Sem karlmenn sjá við Kvennahlaup Halleluja, heims um ból Hringinn fer í hjólastól" Höf: Kristinn Hraunfjörð

til baka

Myndir með frétt