Vel heppnuð vorgleði

04.04.2017 09:44

Vorkomunni var fagnað í Sóltúni fimmtudagskvöldið 30. mars. Sóltúnseldhúsið stóð fyrir glæsilegu borðhaldi fyrir íbúa og gesti þeirra, samtals um 170 manns þar sem boðið var uppá Confit de canard/andalegg með kartöflu-næpumús, kryddlegnum perum, vorsalati og plómusósu. Í eftirrétt var frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma, kaffi og konfekti. Eftir kvöldverðinn voru djazztónleikar í samkomusal þar sem Stefanía Svavarsdóttir söng við undirleik Benjamíns Náttmarðar Árnasonar. Þau voru alveg frábær og með mjög gott lagaval, þar á meðal ýmis lög Ellýar Vilhjálms sem féllu í góðan jarðveg.

til baka