Hress andblær á þorrablótinu

06.02.2017 12:59

Árlegt þorrablót var vel sótt af íbúum og ættingjum þeirra. Þorramatur var borinn fram í trogum og öl og brennivín boðið með, ásamt kæstum hákarli og harðfisk. Eftir matinn komu Gamlir fóstbræður og skemmtu fólki í sal með tilþrifamiklum söng. Lára Ómarsdóttir fór með Minni karla og Hörður Helgason með Minni kvenna. Guðrún Björg Guðmundsdóttir stjórnaði blótinu og fólk skemmti sér vel.

til baka

Myndir með frétt