Hress andblær á þorrablótinu
Árlegt þorrablót var vel sótt af íbúum og ættingjum þeirra. Þorramatur var borinn fram í trogum og öl og brennivín boðið með, ásamt kæstum hákarli og harðfisk. Eftir matinn komu Gamlir fóstbræður og skemmtu fólki í sal með tilþrifamiklum söng. Lára Ómarsdóttir fór með Minni karla og Hörður Helgason með Minni kvenna. Guðrún Björg Guðmundsdóttir stjórnaði blótinu og fólk skemmti sér vel.
til baka