15. íbúaþing Sóltúns

20.01.2017 15:25

Þann 16. janúar mættu stjórnendur á 6 húsfundi þar sem einn til tveir þeirra í senn, ræddu víð íbúa og ættingja í litlum hópum um það sem fólki lá á hjarta um þjónustuna, starfsemina, mannauðinn, samskiptin, matinn, ræstinguna, hundaheimsóknir og önnur gæðamál. Fundagerðir voru skráðar og mál sett í farveg. Í framhaldinu var síðan haldið 15. íbúaþingið í Sóltúni í samkomusalnum þann 19. janúar. Þar fór Anna Birna Jensdóttir yfir stefnumörkun 2017 og starfsemina í tölum og myndum. Íbúaþingið var vel sótt. Skoðanaskipti og samræðurnar skipta miklu máli og tókust viðburðirnir afar vel. Anna Birna óskaði eftir fulltrúum í íbúa- og vinaráðið og hvatti fólk til að svara viðhorfskönnuninni.

til baka