Haustfagnaður
Fólk skemmti sér vel á haustfagnaði Sóltúns sem haldinn var 19. október. Fagnaðurinn hófst með kvöldverði og voru yfir 180 manns í mat. Sóltúnseldhúsið töfraði fram Steikt lambafille, borið fram með kartöflugratínturni, gljáðu-og sinnepskrydduðu grænmeti, berjasalati og villibráðasósu. Í eftirrétt var Saltkaramellu drauma mousse. Síðan skemmti Guðmundur Símonarson á Kaffi Sól, þar sem fólk tók lagið og dansaði.
til baka