Góð mæting í utankjörstaðakosningu

18.10.2016 09:22

Sýslumaðurinn í Reykjavík bauð íbúum Sóltúns að kjósa utankjörstaða vegna alþingiskosninga mánudaginn 10. október. Góð kjörsókn var og kusu nánast allir sem það gátu. Löng biðröð myndaðist þegar mest var. Embættinu er þakkað fyrir góða þjónustu.

til baka