Þrír velunnarar hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni
19.08.2016 09:23Það er frábært að þrír velunnarar hafa ákveðið að hlaupa fyrir Minningar- og styrktarsjóð Sóltúns. Nú hvet ég alla til að hvetja þau til dáða með því að heita á þau á www.hlaupastyrkur.is Margt smátt gerir eitt stórt og hafa nú þegar safnast 44.000.- Nýverið keypti sjóðurinn farþegahjól fyrir íbúana og næsta verkefni er að kaupa stóra útirólu þar sem starfsfólk, ættingjar og íbúar geta setið saman í huggulegheitum og notið samverunnar.