Sóltún fékk viðurkenningu Vinnumálastofnunar og Velferðarráðuneytis

25.05.2016 15:54

Á ársfundi Vinnumálastofnunar þann 12.maí veitti Gisssur Pétursson forstjóri og Eygló Harðardóttir ráðherra nokkrum fyrirtækjum og vinnustöðum viðurkenningar fyrir frábært starf og nálgun við fjölgun starfa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Viðurkenningarnar voru veittar út frá reynslu Vinnumálastofnunar af góðu samstarfi við þau og sveigjanleika í samskiptum sem væri til mikillar fyrirmyndar þegar skapa þyrfti starfstækifæri fyrir fólk með mismikla starfsgetu. Eftirtalin fyrirtæki hlutu viðurkenningar á ársfundinum, Mjólkursamsalan á Selfossi, Samkaup, Hagstofan og Hjúkrunarheimilið Sóltún. Anna Birna Jensdóttir veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Sóltúns.

til baka