Erlendir sjúkraliðanemar vorönn 2016

17.05.2016 13:55

Hingað koma mikið af nemum í starfsþjálfun bæði innanlands og erlendis frá. Á vorönn kom til okkar spænskur sjúkraliðanemi og skiptinemi á vegum Fjölbrautarskólans í Breiðholti í einn mánuð. Hún er frá Minorca, lítilli eyju við hliðina á Mallorca. Hún kom hingað til að kynna sér öldrunarhjúkrun hér á landi. Fjölbrautarskólinn í Breiðholti mun síðan senda nema héðan til Minorca. Einnig komu hingað í mánuð tveir danskir sjúkraliðanemar á vegum Fjölbrautarskólans við Ármúla á styrk frá Erasmus. Konurnar á myndinni heita Maja Hansen og Helle Hansen. Nemendurnir hafa fengið góðar viðtökur af bæði íbúum og starfsfólki og hafa þeir staðið sig vel.

til baka