Söngskólinn Hjá Sessý

05.04.2016 12:13

Föstudaginn 1.apríl komu 8 krakkar úr söngskólanum Hjá Sessý og héldu tónleika í kaffitímanum fyrir íbúa 1.hæðar. Krakkarnir voru á aldrinum 6-12 ára og sungu sig inn í hjörtu allra viðstaddra. Stundin var dásamleg og íbúar heyrðu nokkur af eftirlætis dægurlögunum sínum sungin af upprennandi stórsöngvurum. Við þökkum krökkunum hjartanlega fyrir komuna og hlökkum til að sjá þau aftur. Næst ætla þau að koma á 2. og 3. hæðina. 

til baka

Myndir með frétt