Vel heppnaður Vorfagnaður

22.03.2016 18:00

Vorfagnaður Sóltúns var haldinn 17. mars 2016. Fagnaðurinn hófst með hátíðarkvöldverði þar sem borið var fram steikt lambafille að hætti eldhússins, kartöflugratinturn, steiktir sveppir og skalottlaukur,  perusalat með pecanhnetum og púrtvínssósu. Í eftirrétt var eplakaka með karamellukremi og rjómatoppi ásamt kaffi. Eftir kvöldverðinn spilaði Ragnheiður Haraldsdóttir á harmonikku og stýrði söng. Auður Harpa Anders stýrði svo twisti við frábærar undirtektir gesta og segja má að kvöldið hafi heppnast frábærlega.

til baka

Myndir með frétt