Glæsilegir Rótarýtónleikar

29.02.2016 10:17

Rótarýklúbbur Reykjavíkur bauð upp á stórglæsilega tónleika í Sóltúni á Rótarýdaginn 27. febrúar. Jón Karl Ólafsson viðtakandi forseti klúbbsins sagði frá Rótarýhreyfingunni og kynnti síðan listamennina og Rótarýfélagana þau Sigrúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu og Kjartan Óskarsson klarinettleikara. Með þeim voru Hrefna Eggertsdóttir píanóleikari og kona Kjartans og Þorkell Jóelsson hornleikari og maður Sigrúnar. Þau fluttu glæsilegt úrval laga fyrir fullum sal af íbúum Sóltúns, ættingjum þeirra og starfsfólki. Anna Birna Jensdóttir þakkaði þeim og klúbbnum fyrir yndislega tónleika og færði þeim rósir fyrir hönd okkar hér í Sóltúni. Tónlistarflutningurinn flutti áheyrendur upp í hæstu hæðir vellíðunar og nutu tónleikagestir yndislegrar stundar.

til baka

Myndir með frétt