Fólk skemmti sér vel á þorrablóti Sóltúns

29.01.2016 09:26

Fimmtudagskvöldið 28. janúar var þorra blótað í Sóltúni. Gómsætur þorramatur var borinn fram í trogum og öl og íslenskt brennivín borið fram með kæstum hákarlinum. Skemmtidagskrá var í framhaldinu á Kaffi Sól þar sem Ólafur B. Ólafsson þeytti harmonikkuna og stýrði fjöldasöng. Minni karla flutti Sigríður Ólafsdóttir og Minni kvenna flutti Rúnar Halldórsson, en þau eiga bæði ættingja hér í Sóltúni. Þorrablótsstjóri var Anna Guðbjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarstjóri.

til baka

Myndir með frétt