Iðjuþjálfun fær tréútskurðarsett
Á fundi í íbúa- og vinaráðinu þann 12. janúar færði Erna Hallbera Ólafsdóttir og fjölskylda iðjuþjálfun að gjöf handverkfæri til tréútskurðar. Gjöfin er til minningar um Jón Magnús Jóhannsson. Hildur Þráinsdóttir iðjuþjálfi tók á móti gjöfinni. Með Ernu og Hildi á myndinni er Guðný dóttir Jóns og Ernu. Fjölskyldunni eru færðar kærar þakkir fyrir.
til baka