Vínartónleikar
12.01.2016 15:58Síðastliðinn fimmtudag bauð Sinfóníuhljómsveit Íslands eldri borgurum á opna æfingu fyrir Vínartónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 7.janúar 2015 kl.11:30. Auk hljómsveitar komu fram söngvararnir Guðrún Ingimarsdóttir og Elmar Gilbertsson. Meðan hljómsveitin lék ljúfa tónlist liðu 2 danspör létt um svæðið og dönsuðu vals. Eldborgarsalur var þéttskipaður áheyrendum á öllum hæðum sem rúmar yfir 1600 manns. Við fórum 10 saman frá Sóltúni, 6 íbúar og 4 starfsmenn. Allir voru hæst ánægðir með tónleikana og er aðstaða í húsinu til fyrirmyndar hvað varðar aðgengi fyrir hjólastóla, bílastæði, áheyrn sem og sjónræna upplifun. Við þökkum Sinfóníuhljómsveit Ísland kærlega fyrir að gefa okkur þetta tækifæri.
til baka