Mikilvægi sýkingavarna
07.01.2016 14:40Vegna sýkinga í samfélaginu af völdum flensu- og iðrasýkinga meðal annars af völdum nóróveiru, vill sýkingavarnanefnd Sóltúns minna eindregið á mikilvægi handþvottar og að spritta hendur. Ættingjar og vinir eru beðnir um að bíða með að koma í heimsókn ef viðkomandi er með kvef, hósta, niðurgang eða uppköst. Fólk er smitandi meðan á veikindum stendur en er í flestum tilfellum laust við smit tveimur til þremur sólarhringum eftir veikindin.
til baka