Árleg jólasala Sóltúns

25.11.2015 15:19

Árleg jólasala Sóltúns fór fram í gær, þriðjudaginn 24. nóvember. Á Kaffi Sól var boðið uppá heitt súkkulaði með rjóma, randalínur og smákökur og átti fólk notalega stund í salnum okkar. Ágóði af kaffisölunni mun renna til kaupa á farþegahjóli fyrir íbúa Sóltúns. Jólasalan gekk ágætlega en nóg er eftir af vörum, til dæmis gott úrval af kertunum okkar sívinsælu sem er kjörið að stinga með í jólapakkann. Við hvetjum fólk til að koma við í iðjuþjálfuninni til kl 16 virka daga til að gera góð kaup.

til baka

Myndir með frétt